Aðalfundur Ísfélags hf. var haldinn í að Tangagötu 1 í Vestmannaeyjum og rafrænt þann 17. apríl 2024. Mætt var fyrir 82,7 % atkvæða.
Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins:
Ársreikningur
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins.
Tillaga um greiðslu arðs
Samþykkt var að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði 2,57 kr. á hlut eða 2.100.000 milljónir kr. Arðurinn verður greiddur 30. apríl 2024. Réttur hluthafa til arðgreiðslu miðast við hlutaskrá 19. apríl 2024.
Tillaga um starfskjarastefnu
Tillaga að starfskjarastefnu var lögð fram óbreytt og var hún samþykkt.
Kosning stjórnar félagsins
Í stjórn félagsins voru kjörin: Guðbjörg Matthíasdóttir, Einar Sigurðsson, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir. Samsetning stjórnar uppfyllir ákvæði laga og samþykkta félagsins um kynjahlutfall.
Ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins
Samþykkt var að stjórnarlaun vegna ársins 2024 verði sem hér segir: Formaður verði með kr. 500.000 á mánuði en aðrir stjórnarmenn með 250.000.
Ákvörðun um þóknun til endurskoðunarnefndar
Samþykkt var að þóknanir vegna ársins 2024 verði sem hér segir: Formaður verði með kr. 260.000 á mánuði en aðrir stjórnarmenn með 130.000.
Kosning endurskoðenda
Samþykkt var að endurskoðandi félagsins fyrir næsta ár verði KPMG (Matthías Þ. Óskarsson).
Tillaga um endurskoðunarnefnd
Samþykkt var tillaga stjórnar um tilnefningu nefndarmanna í endurskoðunarnefnd. Tilnefnir voru Lárus Finnbogason sem formann nefndarinnar og Gunnar Svavarsson, sem báðir eru óháðir félaginu. Einnig var tilnefndur Einar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, í endurskoðunarnefnd.
Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum
Aðalfundur samþykkti að framlengja heimild stjórn félagsins til að kaupa eigin hluti í félaginu til næstu átján mánaða.
Stjórn félagsins kom saman í kjölfar aðalfundar og hefur skipt með sér verkum. Var ákveðið að Einar Sigurðsson yrði stjórnarformaður og Steinunn H. Marteinsdóttir varaformaður stjórnar.