Staða aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar hefur verið lögð niður og Gunnari B. Sigurgeirssyni sem gegnt hefur þeirri stöðu verið sagt upp. Breytingarnar taka nú þegar gildi.
„Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.