Niðurstaða yfirskattanefndar í máli Skattsins gegn Ísfélagi hf.
Source: GlobeNewswireÍ útgefendalýsingu Ísfélags hf. frá því í nóvember 2023 kom fram í kafla 1.1.4, um skattalega áhættu, að ágreiningur væri við Skattinn um opinber gjöld vegna tiltekinna gjaldára og að félagið hefði kært álagningu Skattsins til yfirskattanefndar (YSKN) sem hefur nú úrskurðað í málinu.
Niðurstaða YSKN er í megindráttum að Ísfélag hf. fái þá skatta endurgreidda sem ágreiningur var um. Vegna þessa ágreinings hafði félagið eignfært 446,5 milljónir króna og því hefur niðurstaðan óveruleg áhrif á rekstur og efnahag félagsins.